Naggrísir eru upprunalega frá Suður Ameríku (Ekvador, Bólivía og Perú). Þeir lifðu í grösugum hlíðum Andesfjallanna. Fyrir um 3.000 árum var farið að halda naggrísi sem húsdýr í Suður Ameríku. Meðal þeirra sem ræktuðu naggrísi voru Inkar (indjánar í Suður Ameríku) og aðrir sem bjuggu við Andesfjöllin. Þeir teljast því til fyrstu húsdýra mannsins. Upprunalega voru naggrísir notaðir til matar, en seinna einnig til dýrafórna (500-0 f.kr.). Enn þann dag í dag halda ættflokkar í Andesfjöllum naggrísi sem gæludýr en einnig til matar. Hér á landi eru þeir gæludýr og verða þriggja til fimm ára gamlir.
