Svín verja sig fyrir sólinni með því að velta sér upp úr mold og kæla sig um leið.

Svín

Svín sem húsdýr kallast alisvín og eru komin af villisvínum. Þau eru klaufdýr, en ekki jórturdýr líkt og önnur klaufdýr garðsins. Þau eru gildvaxin um allan skrokkinn, leggjastutt og með stuttan, þykkan háls. Ennið er flatt, trýnið nokkuð langt og augun fremur lítil. Halinn er lítill og snúinn og feldur lítill. Hárin kallast burst og voru nýtt í tannbursta áður fyrr en í dag helst í alls kyns bursta og pensla. Litur svína er oftast hvítur en einnig eru til dökk og flekkótt svín. Gyltur gjóta að meðaltali 10 til 12 grísum í goti og hafa 14 spena og því komast yfirleitt allir á spena í einu. Eftir fyrsta sólarhringinn er komin regla á hvaða grís á hvaða spena og hver grís sýgur sinn spena eftir það.

Fjölskyldugerð

Göltur, gylta og grís

Fengitími

Allt árið

Fjöldi afkvæma

10 til 12 grísir að meðaltali

Komutími til Íslands

Við landnám

Þyngd

200 til 250 kg

Meðgöngutími

3 mánuðir, 3 vikur og 3 dagar (114 til 116 dagar)

Nytjar

Kjöt, húð og hár

Sjá fleiri dýr
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.