Frá fornöld hefur fólk haldið aliendur og gæsir sem húsdýr vegna nytja þeirra. Tamdar endur og gæsir bárust líklega til Norðurlandanna á 15.öld. Í dag eru þær yfirleitt mikið hvítar eða alhvítar og eru ræktaðar vegna kjötsins. Þær hafa sig ekki til flugs, enda hreinlega of þungar. Þótt hvítu, aliendurnar hafi allar sama útlit, þá er nauðsynlegt að þekkja andarsteggina. Það er ekki erfitt, þar sem þeir eru með dálítinn brúsk á stélinu. Slíkan brúsk má til dæmis sjá á heimsins frægustu önd, Andrési önd.
