Íslenskar geitur er afar þelmiklar vegna hryssingslegar veðráttu hér á landi.

Íslenska geitin

Tamda geitin líkist sauðkindinni að stærð þó hún sé að jafnaði léttbyggðari. Hún kom til landsins með landnámsfólkinu en virðast hafa verið fáar í upphafi og lengi framan af. Flestar voru þær í heimskreppunni á þriðja áratug 20.aldar þegar þær voru um 3.000 talsins. Þá voru það helst tekjulágar barnafjölskyldur í þéttbýli sem tóku sér geitur til að eiga mjólk handa ungum börnum. Geitin fékk þá viðurnefnið mjólkurkýr fátæka fólksins en huðnur geta mjólkað um 2 lítra á dag og þrífast á lélegra fóðri og éta minna en kýr. Geitum fækkaði síðan aftur og árið 1963 var fjöldinn kominn niður fyrir 100 geitur en þá var gripið til ráðstafana af hinu opinbera til að fjölga þeim. Árið 2020 var 1.621 geit á vetrarfóðrun á Íslandi.

Fjölskyldugerð

Hafur, huðna og kiðlingur

Fengitími

Október til desember

Fjöldi afkvæma

1 til 2 kiðlingar

Komutími til Íslands

Við landnám

Þyngd

Hafur 60 kg og huðna 45 kg

Meðgöngutími

150 dagar, um 5 mánuðir

Nytjar

Kjöt, mjólk, ull, húð og horn

Sjá fleiri dýr
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.