Landselir éta almennt það sem jafngildir 5-10% af líkamsþyngd sinni á dag, eða 5-10 kg af fiski.

Landselir

Landselir eru algengasta selategund við strendur Íslands. Fullvaxnir selir eru með stein- eða gulgráa díla á bakinu og ljósgráir á kviðnum. Litur þeirra er þó breytilegur, en hann getur farið eftir aldri, kyni, árstíma og hárafari einstaklinga. Landselir geta verið á kafi í um það bil 30 mínútur í senn og geta kafað á meira en 200 metra dýpi. En þeir vara um helmingi ævi sinnar í hvíld á þurru landi. Talningar á landsel árið 2016 sýndu að það væru um 7.700 dýr við Íslandsstrendur, sem er töluverð fækkun í stofninum sem var um 33.000 dýr árið 1980. Umhverfis- og helbrigðisráðuneytið hefur því samþykkt tillögu um að friða seli á ströndum og í ársósum við Reykjavík.

Fjölskyldugerð

Brimill, urta, kópur

Fengitími

Síðsumars

Fjöldi afkvæma

1 kópur

Komutími til Íslands

Ekki vitað

Þyngd

100-115 kg

Meðgöngutími

Rúmlega átta mánuðir

Nytjar

Kjöt og feldur

Sjá fleiri dýr
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.