Naggrísir eru auðtamdir og aðlagast manninum vel, en mislíkar þó að láta bögglast með sig eða flytja úr stað.

Naggrísir

Naggrísir eru upprunalega frá Suður Ameríku (Ekvador, Bólivía og Perú). Þeir lifðu í grösugum hlíðum Andesfjallanna. Fyrir um 3.000 árum var farið að halda naggrísi sem húsdýr í Suður Ameríku. Meðal þeirra sem ræktuðu naggrísi voru Inkar (indjánar í Suður Ameríku) og aðrir sem bjuggu við Andesfjöllin. Þeir teljast því til fyrstu húsdýra mannsins. Upprunalega voru naggrísir notaðir til matar, en seinna einnig til dýrafórna (500-0 f.kr.). Enn þann dag í dag halda ættflokkar í Andesfjöllum naggrísi sem gæludýr en einnig til matar. Hér á landi eru þeir gæludýr og verða þriggja til fimm ára gamlir.

Fjölskyldugerð

Karl, kerling og naggrísaungi

Fengitími

Allt árið

Fjöldi afkvæma

1-5 ungar

Komutími til Íslands

Ekki vitað, en komu til Evrópu á 17.öld

Þyngd

800 til 1200 grömm

Meðgöngutími

50 til 60 dagar

Nytjar

Gæludýr

Sjá fleiri dýr
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.