Glæsilegur hálssepi og myndarlegur hanakambur eykur möguleika hanans að fá til sín hænur.

Íslensk landnámshænsni

Eins og mörg önnur dýr sem landnámsfólk Íslands hafði með sér til landsins er íslenska hænan litskrúðug og litasamsetningar eru af ýmsum toga. Þær eru tilbúnar að fara út í hvaða veður sem er og una sér vel ef þær fá að ganga við opið. Íslenska hænan byrjar varp um 5-6 mánaða aldur og verpir vel fram til 3 ára aldur þegar tekur að draga úr varpi. Þær gera þó hlé á varpi síðsumars og fram á haust þegar fiðurskipti eru. Landnámshænan er skyldust ísraelsku Bedúína hænunni en þekkt er að fólk fluttist frá botni Miðjarðarhafs til Norðurlanda fyrir mörgum árum og hefur haft með sér húsdýr.

Fjölskyldugerð

Hani, hæna og hænuungi

Fengitími

Allt árið

Fjöldi afkvæma

10 til 12 ungar

Komutími til Íslands

Við landnám

Þyngd

1,5 til 2 kg

Meðgöngutími

21 dagur

Nytjar

Kjöt, egg og fjaðrir

Sjá fleiri dýr
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.