Bæjarins Beztu gera hlé á veitingasölu sem flyst í smækkaðri mynd í móttökuhúsið.
október 2, 2023
Breytingar á gjaldskrá taka gildi 1.október og opið verður í hringekju og fallturni um helgina frá hádegi til lokunar.
september 29, 2023
Tvenna, Björt og Orka fluttu á dögunum í Húsdýragarðinn frá bænum Heydalsá á Ströndum.
september 22, 2023
Hestar garðsins eru í „sumarfríi“ og Kengála, Freyja og Fífa eru mættar í afleysingar.
september 18, 2023
Uppfært 17.september, fallturninn fer ekki í gang og er því lokaður 17. september.
september 14, 2023
Hefðbundin dagskrá í kringum dýrin
september 7, 2023
Opið í leiktækjum 26. og 27.ágúst og Umhyggja býður í garðinn frá kl. 14 laugardaginn 26.ágúst.
ágúst 25, 2023
Leik- og grunnskólakennarar eru hvattir til að kynna sér þá kosti sem í boði eru fyrir skólahópa í garðinum.
ágúst 18, 2023
Nú þegar að skólaárið fer að hefjast fara tækin í garðinum bráðlega í vetrardvala og sumarstarfólkið í garðinum flest í skóla. Hér eru upplýsingar um breytingar opnunartímar framundan í garðinum.
ágúst 14, 2023
Mæðgurnar Hvellhetta og Skoppa eru mættar til sumardvalar í garðinum. Gestir eru beðnr að sýna þeim tillitssemi.
júlí 17, 2023
Breytingar á gjaldskrá um síðustu áramót fela m.a. í sér að sölu á skemmtimiðum og dagpössum hefur verið hætt.
júlí 3, 2023
Memmm býður upp á spennandi og skapandi samverustundir fyrir gesti garðsins.
júní 26, 2023
Ökuskólinn í Kátugötu er skemmtilegur ævintýraheimur í garðinum fyrir unga ökuþóra.
júní 21, 2023
Besti vinurinn er velkominn með í heimsókn á miðvikudögum. Hann skal þó vera skráður, stilltur og fullfrískur.
júní 13, 2023
Félag iðn- og tæknigreina heldur uppá 20 ára afmæli í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum sunnudaginn 11. júní.
júní 9, 2023
Það er opið aðeins lengur hvern dag frá 1.júní, enn lengur á miðvikudögum og leiktækin vakna af vetrardvala.
maí 31, 2023
Sauðburður sem hófst þann 10.maí sl. hélt áfram 24.maí þegar ærin Kylja bar þremur lömbum. Nú eru tvær ær óbornar en vænta má fleiri lamba á næstu dögum.
maí 25, 2023
Nautgripirnir slettu úr klaufunum í dag þegar þeir fengu að fara út á grasið græna í gulri veðurviðvörun.
maí 24, 2023
Memmm býður fjölskyldum upp á skapandi, gæða samverustundir í garðinum í júní og júlí.
maí 23, 2023
Samstarfsverkefni um Sjóferðir um Sundin fyrir grunnskólanemendur á Hafnarsamlagssvæði Faxaflóahafna hefur verið tryggt næstu ár.
maí 22, 2023
Öll velkomin í Menningargarðinn laugardaginn 13.maí til að fagna margbreytileika mannlífs í Reykjavík. Fjölbreytt dagskrá og ókeypis aðgangur fyrir öll.
maí 11, 2023
Sauðburður er hafinn en ærin Flekka bar þremur lömbum í dag 10.maí.
maí 10, 2023
Tvær fróðleiksstundir verða hvern virka morgun út grunnskólaárið í stað hefðbundinnar móttöku skólahópa.
maí 5, 2023
Hressar stelpur úr Flataskóla undirbúa þátttöku í „Schoolovision“ með laginu Ó GEIT. Við óskum þeim velfarnaðar.
apríl 27, 2023
Geitburður er hafinn en huðnan Rák bar myndarlegum hafri að kveldi 17.apríl.
apríl 18, 2023
Dýranámskeið fyrir 10 til 12 ára verða í garðinum í sumar líkt og fyrri ár. Skráning hefst þriðjudaginn 25.apríl kl. 14.
apríl 17, 2023
Simlan Hallveig hefur fellt bæði hornin og þegar þetta er ritað hefur simlan Regína fellt annað hornið. Simlur eru kvenkyns hreindýr.
apríl 13, 2023
Stilltir, heilsuhraustir og skráðir hundar velkomnir með í heimsókn í Fjölskyldugarðinn á miðvikudögum.
apríl 12, 2023
Garðurinn verður opin alla páskana frá kl. 10 til 17 og opið í hringekju frá kl. 12 til 16. Veitingasala Bæjarins Beztu Pylsna verður opin og dýrin auðvitað heima við.
apríl 4, 2023
Bæjarins Beztu Pylsur munu sjá um veitingarekstur í garðinum í vor og sumar. Pylsur og ýmislegt annað verður á boðstólnum.
apríl 3, 2023
Hlé verður gert á hefðbundnum leiðsögnum síðustu vikur grunnskólaársins. Þess í stað býður starfsfólk garðsins upp á fróðleiksstundir.
mars 23, 2023
Kvígan Eyja bar nautkálfi á sjálfan Öskudaginn. Kálfurinn sem er fyrsti kálfur Eyju hefur hlotið nafnið Askur.
mars 15, 2023
Í garðinum dvelja nú þrír ránfuglar. Einn fálki sem fannst slasaður við Breiðafjörð og tveir ungir smyrlar sem fundust í sitthvoru lagi örmagna en báðir á Reykjanesi. Meðhöndlun þeirra og aðhlynning, þar sem lokatakmarkið er að sleppa þeim að nýju, er samstarfsverkefni dýrahirða garðsins, Dýraþjónustu Reykjavíkur og Náttúrufræðistofnunar.
mars 14, 2023
AÐGANGSEYRIR & ÁRSKORT
DAGSETNING