Innan íslensku sauðkindarinnar finnst kyn sem kallast forystufé. Þær eru ratvísar og veðurglöggar.

Íslenska sauðkindin

Íslenska sauðkindin hefur verið á Íslandi frá landnámi og líklegast er að hún sé komin af norður-evrópska stuttrófukyninu. Önnur fjárkyn í Evrópu eru með langa rófu. Mörg einkenni íslensku sauðkindarinnar eiga sér hliðstæðu í gamla, norska stuttrófukyninu. Í báðum kynjum koma fyrir litirnir grátt, golsótt, botnótt, svart og mórautt, stutt rófa eða dindill og horn. Sauðkindur eru yfirleitt félagslynd fjölkvænisdýr. Villt sauðfé er gjarnan í litlum hjörðum, færri en tíu, en þó eru dæmi um meira en hundrað kindur saman í hjörð. Hjarðir eru oft kynskiptar þannig að ær og lömb halda saman en hrútar mynda sérstakar hjarðir nema á fengitíma.

Fjölskyldugerð

Hrútur, ær og lamb

Fengitími

Nær hámarki í desember / janúar

Fjöldi afkvæma

1-2 lömb (stundum fleiri)

Komutími til Íslands

Við landnám

Þyngd

Hrútur 80-100 kg og ær 60-70 kg

Meðgöngutími

142 til 145 dagar, tæpir fimm mánuðir

Nytjar

Ull, kjöt, húð og horn

Sjá fleiri dýr
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.