Kanínur geta að minnsta kosti orðið 5 ára en sumar tegundir geta orðið allt að 15 ára gamlar.

Kanínur

Kanínur eru jurtaætur með fjórar framtennur og teljast til ættbálks nartara (lagomorphs). Nartarar eru lík nagdýrum en þau síðarnefndu hafa aðeins tvær framtennur. Aukatennur nartara hjálpa til við að eyða neðri nagtönnum sem vaxa annars meðan dýrið lifir.
Þær kanínur sem við þekkjum sem gæludýr hérlendis eru afkomendur villtra kanína fra Evrópu og Afríku. Kanínur eru mest virkar við ljósaskipti og sofa meira yfir daginn og á nóttunni. Þær fjölga sér mjög hratt en eitt kanínupar getur getið af sér 13 milljón kanína á þremur árum. Kanínur verða kynþroska 4-6 mánaða og þær eru tilbúnar til æxlunnar strax eftir got. Ungarnir fæðast hárlausir og blindir.

Fjölskyldugerð

Kani, kæna og kjáni

Fengitími

Allt árið

Fjöldi afkvæma

5-7 kjánar

Komutími til Íslands

Óvíst, en voru komnar í kringum 1930

Þyngd

1-2,5 kg.

Meðgöngutími

29-30 dagar

Nytjar

Kjöt, feldur og gæludýr

Sjá fleiri dýr
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.