Hreindýr eru einu dýrin innan ættar hjartardýra þar sem bæði kvendýrin og karldýrin fá horn.

Hreindýr

Íslensk hreindýr eru afkomendur dýra sem voru flutt til landsins frá norðurhluta Skandinavíu í lok 18.aldar og hafa allt frá því lifað villt hér á landi. Hreindýr eru með hár sem eru hol að innan og einangra því mjög vel. Þau þola til að mynda allt að -40° frost án þess hraða efnaskiptum til að lágmarka hitatap. Þau eru eina tegund hjartardýra þar sem bæði kynin hafa horn. En um 4% dýra í stofninum eru kollótt. Hreindýrin fella hornin einu sinni á ári, tarfarnir þegar fengitíma lýkur seint á haustin og simlurnar þegar kálfarnir fæðast á vorin. Síðan vaxa ný horn í stað þeirra.

Fjölskyldugerð

Tarfur, simla og kálfur

Fengitími

Hefst í lok september eða byrjun október, varir í 3-5 vikur

Fjöldi afkvæma

Einn kálfur

Komutími til Íslands

Árið 1771

Þyngd

Tarfur 120-200 kg, simla 80-100 kg.

Meðgöngutími

Rúmlega sjö mánuðir

Nytjar

Kjöt, feldur og horn

Sjá fleiri dýr
Privacy Overview

This website uses cookies so that we can provide you with the best user experience possible. Cookie information is stored in your browser and performs functions such as recognising you when you return to our website and helping our team to understand which sections of the website you find most interesting and useful.